Skilmálar

Notkunarskilmálar
Þessi vefsíða er í eigu Magda.
Með því að nota vefverslunina Magda.is samþykkir þú eftirfarandi viðskiptaskilmála.
Vinsamlegast lestu viðskiptaskilmálana vandlega þar sem þeir innihalda mikilvægar upplýsingar. Ekki hika við að hafa samband við verslunina ef þú hefur einhverjar spurningar.

Viðskiptaskilmálar
Kaupskilmálar
Magda.is tekur einungis við pöntunum sem gerðar eru í gegnum vefverslunina.
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu
Eftir að pöntun er gerð í vefverslun og staðfesting á greiðslu hefur borist sendir magda.is kaupanda staðfestingarpóst á netfangið sem kaupandi gaf upp við skráningu og er þá kominn á bindandi samningur um kaup. Við staðfestingu pöntunar á vefverslun skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja notkunarskilmálana.

Verð
Verð á vefsíðunni er gefið upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK). Allt verð í netverslun er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Einnig áskilur magda.is sér rétt til að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
magda.is áskilur sér rétt til að falla frá afhendingu vörunnar ef t.d. skýr verðvilla birtist í vefsíðunni, en þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunar er að ræða. Í slíkum tilvikum ber magda.is ábyrgð á því að tilkynna strax um villuna og leiðrétta verð.
Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur

Nákvæmni upplýsinga
Allar upplýsingar sem birtar eru í vefverslun magda.is eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða uppfærslutafir. Vefverslunin reynir að sjá til þess að réttar vörumyndir og upplýsingar séu gefnar upp í vefversluninni en mikilvægt er að hafa í huga að það getur verið um minniháttar litamun að ræða.

Afslættir- og kynningarkóðar
magda.is getur afturkallað afslátt, kynningarverð, kynningarkóða eða tilboð hvenær sem er.

Greiðsla
Netverslun magda.is samþykkir eftirfarandi greiðslumáta fyrir pantanir á vefsíðu: kreditkort (VISA, MasterCard) eða staðgreitt með debetkorti (VISA Electron, Maestro) . Kortafærslur fara fram á öruggri greiðslusíðu Borgun á Íslandi.

Einnig er hægt að greiða með netgíró og Pei

Kaupanda er sendur staðfestingarpóstur eftir að okkur hefur borist staðfesting á greiðslu og er þá kominn á bindandi samningur um kaup.

Afhending vöru

Afhendingartími innan höfuðborgarsvæði er 1 til 24 klukkustundir. 
utan höfuðborgarsvæðið er að jafnaði 1-3 virkir dagar.

Nema annað sé tekið fram á Magda.is, Facebook eða Instagram, meðal annars vegna frí og fleyra, en þá verður allt tilkynnt á Magda.is, Facebook og Instagram

Mögulegt er að fá vörur sendar á annað heimilisfang en kaupandans. Um afhendingu vörunnar gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins.
Aðeins er hægt að fá vörur sendar innanlands.
Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla. 
Hægt er að senda vöruna til baka. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og ber viðkomandi að borga undir pakkann ef hann ætlar að skila vörunni póstleiðis
Ef vörur hafa ekki borist kaupanda innan gefins tímaramma er viðskiptavinum bent á að hafa samband við póstinn, ef varan var send í pósti.

Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. magda ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá magda.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Sending og afgreiðsla
Þegar kaupandi verslar í vefverslun okkar fyrir 8.000 kr eða meira er boðið uppá fría heimsendingu um allt land


Sendingargjald:
Ef verslað fyrir 8.000kr eða meira er sendingin gjaldfrjáls.
Ef verslað fyrir minna en 8.000 kostar sendingin 900kr


Skilaréttur
Áður en pöntun fer í póst getur kaupandi hætt við með því að senda tölvupóst á netfangið:
Skila skal vöru ásamt kvittuninni sem fylgdi pöntuninni til verslunarinnar innan við 14 daga frá því að kaupandi fékk vöruna í hendurnar.

Skilaréttur í verslun magda.is
Skilafrestur er 14 dagar svo lengi sem flíkin er í upprunalegu ásigkomulagi, með öllum fylgjandi miðum og kassakvittun. Einungis er hægt að skipta yfir í aðra vöru eða fá inneignarnótu. Ef upp kemur galli eða eitthvað af ofangreindum atriðum skal hafa samband strax við móttöku vöru á facebook og tilgreina galla. Vörunni skal skilað innan þriggja sólarhringa frá móttöku eða vera póstlögð innan þess tímaramma.

Allar vörur ásamt útsöluvöur, er hægt að skipta, fá inneignarnótu og þurfa að vera,
í fullkomnu lagi
ónotuð
bæði með framleiðslu-, og verðmiða.
magda.is mælir eindregið með því að kaupandi geymi kvittun fyrir sendingunni ásamt sendingarnúmeri .
Ekki er hægt að skila nærfatnaði.



Galli
Ef kaupandi kaupir gallaða vöru skal senda tilkynningu með mynd um leið og galli kemur fram í vöru, á Facebook
Það fer eftir því hvernig galla er um að ræða hvaða aðgerð kaupandanum er boðið uppá.

Um rétt kaupenda vegna galla vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Endurgreiðsla
Endurgreiðsla fer fram eftir að magda.is hefur móttekið vöruna frá kaupanda. Þegar vara hefur verið móttekin og hún verið skoðuð er kaupanda sendur tölvupóstur þar sem viðkomanda er tilkynnt að varan sé móttekin.
Ef að endurgreiðslan er samþykkt fer hún fram eins og upprunalega var greitt fyrir vöruna, endurgreitt inná kort eða millifært inná kaupanda. Endurgreiðslan skal berast kaupanda innan nokkurra daga.
Ef kaupandi hefur ekki fengið endurgreiðslu innan 10 daga frá staðfestingarpósti um samþykki endurgreiðslu frá skal viðkomandi hafa samband við vefverslunina á facebook

Persónuupplýsingar
Þegar keyptar eru vörur í vefverslun hjá magda.is þarf kaupandi að gefa upp persónuupplýsingar á borð við kreditkortaupplýsingar, nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang.


Öryggisskilmálar:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nú nr. 77/2000).

Lög og varnarþing: Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur

VSK númer 137892